já ekki fara algjörlega eftir því. Maður kemst ekki að því hvað gott bretti er fyrr en maður eignast það, ef þú ert ekki að njóta þín á stykkinu sem þú rennir þér niður brekkuna, þá ertu ekki á rétta stykkinu.
Ég hef átt 2 Rossignol plötur, eina rossignol mini plötu, eina burton plötu og svo á ég rome plötu.
Rome platan var jafn dýr og burton platan sem segir reyndar ekkert því burton yfirhöfuð er allt of dýrt, rome platan var og er enn svona 100000 sinnum betri en þessi burton plata.
Það sem ég var að leita af var svokölluð twintip plata sem ég reyndar hafi líka átt áður. Yfirleitt eru það freestyle plötur sem eru twin tip, en það þýðir að tailið (annar endi plötunnar) og nose-ið (hinn endi plötunnar) innihaldi sömu fjarlægð frá skrúfunum að endanum báðum megin. noseið og tailið á twin tip plötum er líka gert þannig að þú getir rennt þér áfram og afturábak..
dæmi um twin tip plötu
:
http://snowboardsreviews.com/wp-content/uploads/2007/08/romeartifact.jpgEn já, þú verður að prufa mismunandi stillingar á festingunum þínum, það skiptir meira máli heldur en örugglega 60% fólks gerir sér grein fyrir..
Ég mæli með því að skrúfa bindingarnar alveg eins langt frá hvor annarri og þær komast, og láta hvora bindingu fyrir sig halla 15 gráður til hliðar í sitthvora átt..
Og enn og aftur þá mæli ég með rossignol plötum, eða bara það sem selst í útilíf, þeir eru ekkert að okra á þessu eitthvað og þeir selja bara fínar plötur yfirhöfuð.
Ef þú villt svo fá dýrari plötur sem eru samt alls ekki dýrar miðað við stöðuna í heiminum akkurat núna þá ferðu niðurí brim á laugarvegi og biður Bubba að finna fyrir þig rétta brettið, hann er frábær gaur og selur plötur á fáránlega litlu verði miðað við gæði..