Kóngurinn
Var að spá hvort kóngurinn yrði ekki örugglega lagaður í sumar ??
28.júní 2009.
Jæja, þá er nánast búið að ákveða hvað verður gert hér í sumar.(stærri verkefni)
Byrjað verður á geymsluhúsi undir stólana á Kónginum. Stólarnir og annnar búnaður á þeim skemmast töluvert í vondum veðrum og er það ástæðan fyrir húsinu. Síðan þarf að lækka landið aðeins á milli staurs 1 og 2.
Nú síðan verður barnalyftunni í Suðurgili snúið og sett nær stólalyftunni og landið lagað, þannig að sitthvoru megin við lyftuna verður ca. 30 metra breiðir bakkar sem hægt verður að skíða í. Girðingin sem nær nú hálfa leið sett alla leið niður.
Lyftuhús verða hreinsuð og máluð og einnig Borgarskálinn.
Drottningin, (gamli stóllinn í Kóngsgili) hún fær andlitslyftingu, verður sandblásin og færð í ný föt(zinkuð og máluð)
Einnig munum við fá aðgönguhlið við allar stórar lyftur(ekki barnalyftur). Það gefur okkur þann möguleika að selja tveggja og þriggja tíma kort. Allt eftirlit fyrir starfsfólk verður margfalt einfaldara og vonandi hverfur endursala á kortum alveg við þetta. Það gefur okkur meira fé til betrumbóta.
Í Skálafelli verða settir ca.1100 metrar af snjógirðingum og er það verkefni að hefjast. Við vonumst til þess að með þessari framkvæmd munum við geta fjölgað opnunnardögum til muna.
Þetta eru nú stærstu verkefnin, en síðan er rusl týnt á svæðinu, úr fjallinu, meðfram veginum, allar lyftur og troðarar fá sína yfirhalningu sem fellst í olíum og koppafeiti. Öll box á lyftunum eru yfirfarin, skipt um bönd og smurð.
Eitt stórverkefni í viðbót er á döfinni en ekki er búið að samþykkja það, en við látum ykkur vita um leið ef það verður samþykkt.
kv, starfsfólk