Sælir.
Ég hef verið að velta fyrir mér hvernig plötu ég ætti að fá mér þar sem mín er að verða, tja fremur lítil.
Ég er alveg búinn að brettast í einhver 3-4 ár og er ekki að fara að kaupa eitthvað drasl heldur langar mig að fara í eitthvað aðeins fínna en ég hef verið í.
Mig langar í einhverja geðveikt smooth, mjúka og létta plötu sem kostar ekki jafn mikið og bíll en má alveg kosta eitthvað.
Hef verið að kíkja aðeins á burton og líst frekar vel á þá og ég á einnig eitt stykki Burton Charger.
Eitthvað sérstakt mjúkt og létt bretti sem þið mælið með og gætuð þið kannski gefið mér verðhugmyndir af því?