Ég sem betur fer er ekki að vinna þessa vinnu fyrir þá sem eru óþakklátir.. hlutirnir á íslandi gerast bara ekki hraðar en þetta því miður.. ég vildi óska þess að ég gæti verið með fleiri troðara tíma og ég vildi óska þess að ég fengi 2-3 til viðbótar við að hjálpa mér með þetta og ég vildi óska þess að það væru snjóbyssur í parkinu og ég vildi óska þess að það væri til risa jarðhólar til að búa til góða palla en ef við bara hjálpumst að og gerum þetta öll saman með bros á vör einn hlut í einu þá getum við bætt aðstöðu brettamanna til munar. Jákvæðni skilar mun betri árangri en tuð. Ég er mjög ánægður með þennan vetur. Endalaust púður á sigló. 7-8 rail í röð shapað 1-2 í viku í hlíðarfjalli og feitt púður ofan á það og svo er brettafélagið buið að standa sig eins og hetjur og svo ég best viti hefur verið eitthvað um rail og palla í bláfjöllum..
Trúðu mér að þetta eru aðstæður sem ég hafði ekki þegar ég bjó hérna fyrir 4-5 árum og halfpipe-ið í hlíðarfjalli í dag var svo ógeðslega skemmtilegt í dag. 4-7 stiga hiti og sól og slush, gerist ekki betra.. enda var ég í 10-11 klukkutima að renna mér í dag.
Ég segi bara áfram brettamenn og verum dugleg að mæta í fjöllinn og nýta það sem til er.
Við höfum þó eitt sem margir hafa ekki. Og það eru fjöll sem hafa svo endalausa möguleika þegar færið er gott að það er ekki fyndið.
Ég hef rennt mér lengi lengi í bestu pörkunum í skandinaviu og trúðu mér að þó það sé gaman að renna sér þar, þá er ekkert sem kemst nálægt því að renna sér í góðum vinahóp í miklu púðri í heimafjallinu. Engin tré = endalaust terrain. Hengjur, klettar,, windlips og sick back country lines osf osf.. þetta er hlutur sem er bara ekki til þar sem ég var að renna mér og ég myndi velja það framm yfir rail og palla anyday.
Eins og Geiri(custom) sagði þetta snýst bara um að gera það besta úr aðstæðum.