ég hef núna eitt síðustu 3-4 mánuðum hérna í Austurríki að vinna á veitingastað í fjallinu, á 1 mánuð eftir.
Fyrstalagi þá þetta alversta vinna sem ég hef farið í, ef þú ert hæfur til þess að vinna 9 tíma á dag, 6 daga vikunar við það að labba um og tæma glös og diska af borðum og látið dagdraumana flakka þá er þetta pörfect vinna ;) Eitt gott við hana, þau hérna hafa fengið miikið af íslendingum (erum 6 núna) og þau vita að við komum hingað til að drekka og renna svo þeim er sama ef við erum full/þunn í vinnuni.. sem er oft :)
Ég fæ frí í 1 dag á viku og get þá rent mér off-pist ef það hefur snjóað mikið (var frekar óheppin í dag, búið að vera glampandi sól síðustu 4 daga og svo í dag kemur blindsnjókoma, ekkert park ='( ), farið í parkið, jibbað smá á pistinu eða bara setið á barnum og drukkið! skemtilegast að blanda öllu saman ;)
Læknar hérna þar sem ég er eru sull í öllu nema skíða/íþróttameiðslum. Ég var þunnur, fór til læknis og var greindur með eitthvað rosa dæmi og sat heima í 3 daga :P Vinkona mín sem var hérna var heima í 2 mánuði veik, fór á spítala í næsta bæ ekkert batnaði og var á endanum send heim til íslands. 1 vika á Íslandi og hún var orðin frísk aftur.
Launin sem ég er að fá hérna eru ágæt, 1100 evrur á mánuði eða svo. Þar að auki fæ ég frítt húsnæði og frían mat. Enda samt oftast í að eyða þessu öllu í drykkju og snjóbrettadrasl.
Anywho, þetta er svona eitthvað :) Ef þú villt vita eitthvað meira þá bara spurja! ;)
Ég sjálfur stefni á að koma hingað aftur eftir svona 3-4 ár en þá ætla ég að redda mér sömu vinnu nema bara á bar. Þar geturu rent þér í 2-4 tíma á hverjum einasta degi og færð að auki 1+ dag á viku í frí, verri laun en mun skemtilegri að geta rent sér meira ;)