þegar velja á bretti bindingar og skó þá eru til nokkrar “óskrifaðar” reglur sem margir hafa farið eftir.
Þær eru svona.
NR 1!! velja skó sem passa fullkomnlega og eru ekki of þröngir en ekki of lausir.
Lélegir skór er algjörlega það leiðinlegasta sem til er. Þannig að ég mæli með að skoða það fyrst. Eyddu frekar meiri penging í góða skó og þú munnt ekki sjá eftir því! Blóðleysi útaf of þröngum skóm veldur verkjum og kulda i tærnar sem skapar leiðindi og þreytu og þar með er dagurinn í fjallinu töluvert styttri fyrir vikið.
síðan velurður þér bindingar sem skórnir passa vel í og sitja þétt í bindingunum og skórnir mega alls ekki standa mikið útfyrir bindingarnar. Ef að bindingarnar eru of litlar, Þ.e.a.s skórnir ná ekki alveg út allar bindingarnar missirðu gripið á tákantinum og gerir það erfiðara að renna sér, ef að skórnir eru of stórir og þeir standa útfyrir bindingarnar, þá er það lika slæmt því tærnar munu fara ofan í snjóin þegar þú beygir á tákantinum.
Bretti er síðan valið með þýngd og skóstærð i huga og lika í hvað þú ætlar að nota brettið í. Ef þú ert með skóstærð 46 þá myndi ég fá mér bretti sem er ekki með miðju breidd minni en 25cm, annars mun táin standa út fyrir brettið og það er no good.
Þyngd er mikil væg því maður velur brettið eftir stíf leika og ef þú ert léttur og velur þér stíft bretti, þá munt þú ekki geta stjórnað því jafn vel, Sömuleiðis ef þú ert þúngur og velur þér bretti sem er of mjúkt, þá mun brettið ekki veita þér þann stuðning sem þú þarf til að geta stjórnað því almennilega.
Stærðin er síðan fyrir þig að velja í hvað þú ætlar að nota brettið í, Ef þú vilt fá þér freestyle bretti, þá færðu þér bretti sem nær þér 5 cm undir höku, Ef þú villt fá þér allmountain bretti, semsagt bretti sem þú getur notað í hvað sem er. Þá má það alveg aðein yfir hökuna. Ef þú villt fá þér bretti sem er gott fyrir freeride, þá færðu þér bretti sem nær upp fyrir munn og jafnvel að nefi og helst með stance möguleika sem bjóða upp á allt að 6.5 cm lengra nose-i.
Þú þarft ekkert að fara eftir öllu þessu en þetta auðveldar manni mjög að velja bretti sem hentar þér. Græjur sem mun endast þér lengi ef þú ferð vel með það á það eftir að hjálpa þér að verða betri brettamaður :)
gangi þér svo bara vel að velja :D
Viktor.