Ég er 23 ára, 172cm á hæð, og er að hugsa um að fá mér bretti. Hefur alltaf langað að stunda snjóbrettasportið, aldrei fengið mig til þess, en núna er það komið á planið og er að vinna mig að því.
Ég og kærastan ætlum bæði að fá okkur bretti og okkur langar líka að fá bretti fyrir 3 ára strákinn okkar.
Því sem ég er að velta fyrir mér er hvar er hægt að fá ódýra byrjenda pakka (ef einhversstaðar í þessu ástandi sem ríkir núna) og svo líka hvort að hægt sé að fara í brettakennslu eða fá leiðbeiningar hjá kennara/reyndum aðila?
Skaffa skíðasvæði svona þjónustu þá? Veit að Hlíðarfjall býður manni upp á svona lagað.
Svo er önnur spurning sem ég er að velta fyrir mér, hvað kostar svona kennsla?
Tekið skal fram að ég hef aldrei farið á bretti en kærastan mín hefur hlotið grunnkennslu á þennan merka grip. Ég er mjöööög útskeifur og á erfitt með að renna mér á skíðum, sökum þess að ég er að beita löppunum á mér á fáránlegan hátt. Það er svipað og þið sem eruð ekki útskeifir væruð að renna okkur stöðugt í plóg!
Mig grunar að bretti eigi betur við mig sökum þess að ég get sett bindingarnar þannig upp fyrir mig að ég get verið eðlilegur + að svo eru bretti bara viðbjóðslega kúl!
Kv. Alli nýgræðingu
Alli Asmodai