Já.. pabbi minn fór til útlanda og keypti bretti fyrir mig, en hann vissi ekkert hvaða stærð ég þyrfti og keypti 130 cm. Ég er sjálf svona 165 cm, þyrfti ég ekki að minnsta kosti bretti sem er 140 cm? Eða hvað á að miða við?
Jú þyngdin skiptir mestu máli. Oftast eru brettinn miðuð út frá þyngd. En 130cm bretti er allt of lítið fyrir þig. Ég myndi mæla með bretti ekki undir 150cm fyrir þig. Ég sjálfur er 175cm og er á bretti sem er 157cm.
Ef þér finnst það henta þér mjög vel þá er það gott og blessað. En þetta hefur heilmikið að gera með reynslu á bretti hvaða stærð þú tekur. En ég er alveg nokkuð viss um að ef þú skoðar rider profile hjá gaurum að þá eru 175cm gaurar að nota nokkuð stærri bretti heldur en 150cm. Það gera þeir til að fá hjálp við að halda balance þegar þeir fara á mikla ferð til að mynda á stóra palla og einnig hjálpa stærri bretti við að lenda. En aftur á móti spin'ur maður ekki eins hratt á stórum brettum. Þannig að þetta er alltaf win lose situation, en mér finnst mikið betra að vera á stærra bretti. Ég vil fara hratt og taka stór stökk.
já ok, ég sá strax að þetta 130 cm bretti var allt of lítið fyrir mig. En þar sem ég er 165 cm á hæð og svona 60 kg, hvað væri þá stærðin fyrir mig. Er stelpa ef það skiptir einhverju :P
Já þú meinar að þú sért stelpa. Stelpur taka yfirleitt minni bretti heldur en strákar, en þó ekkert endilega.
Til segja þér þá munar alveg fáranlega miklu á bretti sem er 157cm og 153cm þó svo að þetta sé ekki nema 4cm þannig að þú getur þá rétt ýmindað þér munninn á 130cm og 144+cm sem gæti verið fín stærrð fyrir þig.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..