Ég hef reyndar ekki prófað þetta EST System, en auðvitað tala þeir um að þetta sé alveg super gott og allt það en svo er bara að bíða og sjá hvort þetta sé jafn gott og þeir segja.
Kosturinn við þetta er að þú hefur fleiri möguleika á að stilla bindinguna, hvort þú vilt hafa 50cm eða 55cm eða 60 cm á milli lappana. Síðan telja þeir upp einhverja fleiri kosti, en auðvitað telja þeir upp fullt af kostum. Ef þetta væri svona mikil snilld því væri önnur fyrirtæki ekki kominn með þetta því að þetta er ekkert nýtt af nálinni. Bíða bara og sjá hvort þetta sé jafn gott og þeir segja. Reyndar er eitt í þessu, þú átt að geta breytt staðsetningunni á bindingunum upp í fjalli mjög auðveldlega. Ég skil samt ekki alveg tilganginn í því. Þetta er eins og ef þú sér pall þá breytir þú bindingunum í 58cm á milli lappana og svo rennir þú þér aðeins lengra og sér rail og þá breytir þú bindingunum aftur og hefur 60cm á milli lappana og svo ætlar þú að halda áfram að renna þér og þá breytir þú bindingum aftur og hefur 56cm á milli lappana eða eitthvað álíka. Ég veit bara fyrir mig að ég finn mína staðsetningu á bindingunum og breyti því ekkert hvort sem um pall eða rail eða bara brekku er að ræða.
Eins og gaurinn fyrir ofan sagði. Pro gaurum er borgað fyrir að nota þetta. Það þarf samt alls ekki að vera að hann eigi eftir að nota þetta allt árið.