Hjólabrettaiðkun til dæmis, snýst ekki um að renna sér innan einhvers ákveðins ramma. Það er ekki hægt að gera vitleysu á hjólabretti, maður gerir hlutina eins og maður vill, það eru engar leikreglur sem gilda í hjólabrettaheiminum.Persónulega finnst mér að bretta áhugamálið ætti að vera í lífstíls flokknum. Bretti er ekki íþrótt, það eru ekki sérstakar reglur á bretti fyrir utan það að ef maður lendir á brettinu þá lenti maður trikki en ef maður lendir ekki á brettinu þá er það “bail”. Í íþróttum er sérstakur völlur og sérstakar reglur og hugtök. Þar er maður ekki eins frjáls og á bretti. Vildi bara vekja athygli ykkar á þessu.
Einnig vill édg bæta því við að ég byðst velvirðingar fyrir að skrifa þessa grein eins og að bretta áhugamálið sé bara um hjólabretti auðvitað gildir þetta líka um snjóbretti, brimbretti og álíka. Ég fattaði þetta bara þegar ég var búinn að skrifa og það væri of mikið mál að breyta þessu.
<Undirskrift>