Ég og tveir félagar mínir ákváðum á dögunum að við ætlum að fara eitthvert til útlanda næsta vetur og vinna á skíðasvæði, og stefnum fyrst á að kanna Kanada. Við höfum svona frekar takmarkaða vitneskju um þetta og þekkjum engann sem hefur farið út í neitt svipað og leita ég því til ykkar kæru Hugarar og bið ykkur um að ausa úr viskubrunninum.
Hefur þú eða einhver sem þú þekkir farið út og unnið á skíðasvæði? Hvar þá?
Var mikið mál að verða sér úti um vinnu?
Hvað varst þú/viðkomandi lengi?
Hvernig voru launin? Hvernig var að búa þarna?
Var reynslan jafn skemmtileg og menn höfðu gert sér vonir um?
Og fyrir þá sem hafa komið til Kanda að brettast: Hvaða skóðasvæði ætti maður að sækja fyrst um í?