Kvöldið.
Sem ég sit hér og hugsa datt mér í hug hvernig staða mála Iceland Park Project væru. Ég vafraði aðeins um vefi og fann engar upplýsingar um stöðu mála í dag. Í síðustu viku komu hlýindi og allur snjór er að snögghverfa, en þegar ég og félagarnir ætluðum að fara yfir Fjarðarheiðina sem er vegurinn milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar þurftum við að snúa við vegna slæmrar færðar, þ.e. það yrði ekki víst að við kæmumst til baka fyrir morgundaginn. Því gæti nýju lífi verið að blása í brettavertíðina okkar, allavega í nokkra daga í viðbót :)

Annars, er einhver sem veit hvernig staða mála er á Iceland Park Project..? Það væri flott ef þessi atburður héldi áfram, get ímyndað mér að það sé mjög nett að fara á bretti á snæfellsjökli í maí þegar allir aðrir staðir hafa misst snjó.