Brettafélag Íslands stendur fyrir snjóbrettasessjóni í Bláfjöllum á laugardaginn. Búið er að byggja palla og setja upp handrið undir nýju lyftunni og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Strangt til tekið er ekki um keppni að ræða heldur koma snjóbrettamenn víða að til að skemmta sér og öðrum.

Verðlaun eru hins vegar í boði fyrir bestu frammistöðuna í stelpu- og strákaflokki og Flugfélag Íslands er með sérstakt flugtilboð fyrir brettafólk utan af landi. Sessjónið fer fram milli klukkan 12 og 17 og er aðgangur ókeypis. Hægt er að fá nánari upplýsingar á heimasíðu brettafélagsins, bigjump.is.

kveðja,
Stjórn ISA
Verulegar Truflanir á Heilastarfi……