Jájá ég skil þig svosem alveg, myndi líka gera þetta sjálfur. En bara passaðu þig. Slysin gera aldrei boð á undan sér. Myndi ekki vilja vera í bláfjöllum og sjá síðan sjúkrabíl flytja þig í burtu. Eða jafnvel að þurfa að drösla þér niður fjallið. Þó ég þekki þig ekki neitt, að þá legg ég það í vana minn að hjálpa fólki í fjallinu sem lendir í vandræðum. Sérstaklega yngri krakkana, stoppa alveg sér fyrir þau ef ég sé e-h krakka liggja í brekkunni, að þá tékka ég alltaf til öryggis ;)
Myndi ekki vilja lenda í því að þurfa að hjálpa þér ef það kæmi til þess. Ekki að ég vilji það ekki, heldur er það vegna þess að ég myndi ekki vilja sjá nokkurn slasast þarna…
Hef séð ógeðsleg brettaslys þarna. T.d. einn frændi minn lenti í því að við vorum í skólaferðalagi og vorum að renna okkur niður brekkuna, hann rekst síðan aðeins í einn strák sem verður til þess að hann dettur, og viti menn kmr. ekki einn strákur sem við þekkjum og stekkur yfir hann. Og sker upp allan úlnliðinn, hann einfaldlega flakar hann, Og blóðið sem kom var ekkert lítið. Verð nú að segja að það var ansi áhugavert að líta ofan í sárið, sá bein og allt:P
Ég óska þér allvega ekki því að þetta gerist fyrir þig.