Taktu þær af!
- Fyrir það fyrsta auðveldar það þér að pakka betur ofan í töskuna. Þ.e.a.s ef þú ert með brettatösku þar sem þú ætlar að pakka fleira dóti ofan í.
- Það kemur í veg fyrir skemmdir á bæði bindingum og bretti.
Það var nefnt hérna ofar að einhver hefði ferðast oftar með brettið sitt en hann gæti talið, aldrei tekið bindingar af og aldrei lent í veseni.
Ég hef ferðast oftar en ég get talið í bíl en aldrei lent í bílslysi. Þýðir samt ekki að það geti ekki gerst.
Settu bara skrúfurnar og baseplate-in í lítinn poka sem þú setur svo kanski inní annan brettaskóinn þinn. Þá týnist þetta örugglega ekki.
Ef þú ert ei-ð smeikur við að munna ekki stance-ið þitt þegar þú ferð aftur að festa bindingar á brettið, geturðu skrifað lítinn miða með stance-inu áður en þú tekur þær af og sett í pkann með skrúfunum.
Ég hef ferðast oftar en ég get talið með eitt, bretti, tvö bretti, þrjú bretti, og nokkar bindingar…. Ég tek bindingar ALLTAF af.
Þetta er góð lenska og snjóálfarnir eru glaðir þegar maður pakkar fallega í töskuna sín.
En hey, eatch to his own..
Góða skemmtun í útlandinu.