Málið er það að snjóbretta sala er mjög erfið hér á íslandi sökum þess hversu lélegir vetrarnir eru hérna. Sjálfur myndi ég ekki flytja inn snjóbretti vegna þess að áhættan er bara svo rosaleg.
Þú talar við fólk og allir eru game í að fá sér bretti en þegar svo kemur af því þá á fólk ekki pening eða einhver önnur afsökun.
Ef þú ætlar eitthvað að komast af með því að selja snjóbretti þá þarftu að ná á main stream fólk og það gerir þú ekki nema að vera í Kringlunni, Smáralind eða Laugarveginum og að fá pláss á þessum stöðum er rándýrt og erfitt. Ef þú ætlar bara að selja snjóbretti á þessum stöðum getur þú bara gleymt þessu.
Þannig að ef þú ætlar sjálfur að flytja inn Rome bretti, hugsaðu þig vel um og vertu búinn að skipuleggja þetta til enda. Því þetta er mjög erfiður markaður.