Þegar ég las um nefbrotið hjá brokenhome datt mér í hug að skella inn tveim sögum

já svipað gerðist fyrir mig bara eylítið öðruvísi….


ég fer með fjöldskyldunni út á ísafjörð seinustu páska, það var allt ! FULLKOMIÐ ! ég var þarna á bolnum í snjöbrettabuxunum bara með snjógleraugun, það var ógeðslega mikill snjór og geðveikuur puffsnjór og þægilega heitt. Eftir 5 mín í fjallinu sé ég og stóri brór pall sirca 1,5m háann. Hann ákveður að tékka á honum og rennir sér yfir hann. Ég heyri ekkert frá honum, en ég hugsa “ég er búinn að vera svo lengi á snjóbretti nú verður loksins gert eitthvað ALMENNILEGT” ég svoleiðis bruna eins hratt og ég mögulega get á NÝWÖXUÐU bretti (gerði það fyrr um daginn og fyllti allar sprungur með straujárninu og læti) það var ennþá heitt það var svo nýwaxað, allavegana hvað það varðar þá flýg ég lengst upp, er í loftinu á hvolfi vegna þess hve brattur hann var lendi bent á bakinu, skýst framfyrir tvo hringi rúllandi í snjónum, fæ brettið skemmtilega fast rétt fyrir ofan rassgatið á mér og ligg þarna bara haldandi að ég sé lamaður, þá voru einhverjir hálfvitar á gröfunum búnir að grafa circa Meter niður fyrir lendinguna sem var þakin hörðum ís þannig að þetta var ekkert smá fall (miðað við það að ég flaug upp og lenti á bakinu… bróðir minn fer og sækir snjósleðagaurana sem unnu á svæðinu til að hjálpa mér… ég var orðinn svo móðursjúkur útaf því að mér fannst ég ekki geta hreyft fæturna að það þurfti að senda eftir þjapparanum og hann skutlar mér niður eftir þar sem sjúkrabíll beið eftir mér og skutlaði mér niðrá spítala, þar komust þeir að því að það var eitthvað að blæða innvortis inná vöðva (FÓLK SEM HEFUR LENT Í ÞVÍ VEIT HVERSU SÁRT ÞAÐ ER :) ég var þar þennan dag, gisti nóttina og fór eftir hádegi daginn eftir, átti að liggja uppi í rúmi alla ferðina og skemmdi svoleiðis páskafríið að það er ekki fyndið

önnur slysasaga er af bróðir mínum sem gerðist löngu áður en sagan fyrir ofan…

við vorum búnir að vera uppi í bláfjöllum allan daginn og vorum búnir að vera að leika okkur að hoppa á pöllunum í stóru brekkunum að einhverju marki… þegar það er hálftími eftir fer ég og fæ mér kakó og ætla að hitta stóra bróðir úti við rútuna.. hann fór upp í stóla lyftu eina ferð og fór síðan í borgarlyftuna og renndi sér þar niður í barnabrekkuna.. þar vill svo skemmtilega til að hann tekur ekki eftir litlum barnapalli klessir inn í hann og viðbeinsbrýtur sig :(
þetta var rútan var farin að bíða eftir honum þegar við fréttum að hann hafði farið með sjúkrabíl sem hafði verið að pikka upp einhverja stelpu sem hafði slasað sig í fjallinu og þeir gáfu honum far….

svona er þetta það er aldrei hægt að vera töff og slasa sig :)

kær kv
supernova
_____________________________