Dominant væri alls ekki slæmur kostur, bæði ódýrt og mjög gott jibb og leika-sér-á bretti..
Það er auðvitað hagstæðara að kaupa sér bretti úti og svo er líka miklu, miklu, miklu meira í boði.
Þau tvö bretti sem ég nota núna eru
156 Arbor Pushog
156 Burton UnInc.
Þetta eru ansi ólík bretti. Push er meiri freerider, stíft directional bretti og charger en samt mjög responsive. Ég fíla það í tætlur.
UnInc brettið er ekki eins stíft, meira ‘poppy’ og directional twin. Skemmtilegra í parkinu, á pöllum og reilum en samt nógu mikið alhliða bretti til þess samt að geta rennt mér á því hvar sem er.
Ef þú hefur kost á að verla bretti að utan t.d. frá Norður Ameríku þá eru möguleikarnir endalausir..
Ég myndi tjékka á brettum frá framleiðendum eins og Rome, Capita, Lib Tech og Bataleon..