Nei sko, þú ert að tala um Speed Zone Stra Tech bindingarnar jada-jada ei-ð.
Það er í sjálfu sér bara aukin þægindi, engin voða tækni framför svo sem fyrir utan það þá kanski að ‘ratchet-ið’ (fáránlegaaa léleg í íslensku, assagið) sem er ekki lengur til staðar getur ekki gefið sig eða fests.
Þetta gerist soldið á mínum bindungum.
EST er hinsvegar er allt annað batterí. EST bindinga tæknin gerir það að verkum að ‘stance’ möguleikar verða mun meiri, eða þ.e.a.s. að þú getur andskotinn hafi það sett bindingarnar þínar hvernig svo sem þér dettur í hug á brettið.
Svo tekur líka ekki nema skot stund að breyta uppsetningunni á bindingunum. Ég veit ekki með ykkur en það getur orðin ansi þreytt að vera alltaf að srúfa hingað og þangað ekki að nefna það þegar manni er skítkalt á puttunum og allt draslið er blautt.
En það sem er samt kanski merkilegast við EST bindingarnar er það að ‘baseplate-ið’ er farið og í staðin er komin það sem heitir ‘SensoryBED’ og eru bindignarnar fyrir vikið mun meira ‘responsive’ sem er jú það sem við sækjum eftir í bindingum ? Og ef þú vilt ekki SensoryBED þá er líka bara hægt að sleppa því alveg.
Ég þekki fólk sem er búið að renna sér til fleiri ára og eru sterkri ræderar og segja að EST bindingarnar séu rosalegar.
Ég hélt fyrst að þetta væri bara prump en ég á ennþá til dagsins í dag eftir að heyra neikvætt orð um þær falla þó ég býði nú kanski með loka dóm þangað til ég hef prófað sjálf.
EST bindingarnar virka bara með ICS brettunum en það er hinsvegar hægt að fá baseplate inserts í aðrar Burton bindingar svo þú getir notað þær með ICS brettunum..
Ég yrði samt ekki hissa ef innan nokkurra ára að öll Burton bretti og bindingar og hugsanlega þá líka Forum yrður komin á þetta form.
Aight, nóg röfl. Ef það skildi enginn hvað ég er að rausa um þá skiptir það engu, væri ekki í fyrsta skipti.