Vissi ekki að þetta væri sami maðurinn, gleymdir að taka það fram. Veit alveg hver Shaun White er.
Það er ekki hægt að þræta um HVAÐ sé virkilega flottur stíll og hvað ekki, því þetta er allt smekksatriði.
Ég gæti póstað hérna myndum í þúsunda tali af fólki sem mér finnst með flottan stíl, og fólki sem mér finnst með ljótan stíl, og þú örugglega líka.
Þú leggur þetta upp eins og ég alhæfi um að fólk með langt á milli bindinga sé með ljótan stíl? Eina sem ég var að reyna að segja er að það þýðir ekkert að flokka alla þá sem eru með stutt á milli bindinga undir “Ljótan stíl”.
Það að vera með annað hvort langt á milli bindinga eða stutt segir lítið sem ekkert til um stílinn sem slíkan. Það geta allt stillt stance-ið.
En þetta er víst þín skoðun og ég verð að virða hana, kannski breytist hún þegar þú kemst lengra í þessu sporti.