'base cleaner' fer illa með náttúruna og þurkar botninn á brettinu þínu. Ekki nota hann nema þú sért tilbúinn að vaxa brettið nokkrum sinnum eftir á. Besta leiðin til þess að ná óhreinindum úr botninum er að vaxa eina umferð áður en vaxið hefur tíma til þess að þorna, þ.e.a.s þú bræðir vaxið á og skefur það svo af um leið. Svo skalltu vaxa brettið eins og þú ert vön/vanur. Mundu líka ‘less is more’, ekki nota of mikið vax. Gerir frekar illt en gott.
Hvað kanntana varðar, ég myndi láta það vera að eiga við þá nema þú kunnir til verka. Farðu með brettið á verkstæði og láttu einhvern sem er vanur brýna kanntana.
Hinsvegar skalltu hafa það í huga að hvernig þú villt hafa kanntana fer eftir því við hvernig aðstæður þú ert að renna þér. Ef þú ætlar að ‘jibba’ þá viltu hafa kantana mjúka EN ef það er hart færi og þú villt geta komist niður fjallið á brettinu sjálfu en ekki rassgatinu þá villtu hafa almennilega kannta.
Aight, vonandi að þetta komi að einhverjum notum!