Snjókoman aðfararnótt sl. sunnudags skildi lítið eftir á skíðasvæðunum vegna hvassviðris. Þó safnaðist nokkur snjór í lægðir og gil og er búið að fara yfir það með snjótroðara til að minnka líkurnar á að snjórinn fjúki þótt hvessi aftur á næstunni. Veðurspá vikunnar gerir frekar ráð fyrir úrkomulausu veðri fram á helgina. Undirbúningur svæðis og tækja er enn í fullum gangi og vonandi styttist verulega biðin eftir nægum snjó til að opna einhverjar lyftur. Upplýsingar verða næst færðar hér inn á miðvikudaginn 22. nóvember.
Bætt við 21. nóvember 2006 - 18:53
Tekið af www.blafjoll.is