Ég hef komið í Hlíðarfjall á hverju ári í átta ár. Ekki bara um páska og hátíðisdaga. Það hafa vissulega komið dagar þar sem nánast engin bið er en oftast er það á hinn veginn.
Það er hinsvegar nær aldrei þannig á hinum svæðunum.
Ég var t.d. á skíðum á Ólafsfirði um páskana í fyrra. Það var nær engin röð, mikill snjór mjög gott færi og vel troðið. Ég þurfti að skreppa á Akureyri einn daginn og leit upp í Hlíðarfjall. Þar var ótrúlega lítill snjór, margra mínutna röð og allt út í hólum á þessum fáu leiðum sem voru opnar. Hvort er skárra?
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.