Jæja ég er búinn að fá mig fullsaddan að Reykvísku veðurfari! Reyndar er ég búinn að vera fullsaddur á því í mörg ár.
Þegar það frystir, þá segja skýin við hvort annað.. “hey man lets roll” og þau eru farin á notime. Og hvert fara þau? Nú til AKUREYRAR!
Við sitjum uppi með sól í smettinu og frosin eistu, uppfull af öfund útí Akureyri.
Svo ef það vill svo skemmtilega til að skýin hafi ÓVART átt leið framhjá reykjavík og það réttsvo slefar í 0 gráður og snjóar í bláfjöllum þá er það náttúrulega bara snilld.
En svo hugsar maður “hey ætli þessi ský séu komin til að vera?” Og viti menn.. JÁ!
En þá fer frostið, það rignir lítilega daginn eftir uppí fjöllum og það verður harðfenni í fjöllunum næstu 2 vikur.
Á meðan Akureyringar míga í púðrið.
En allavega vonum að eitthvað af þessum skýjum hypji sig til reykjavíkur Á MEÐAN það er frost.
Nenni ekki að hafa þetta lengra þetta ár.
Later.