ég hef verið á bretti í einn vetur farið svona sirka 7 sinnum í bláfjöll, en brettið er orðið allt of lítið og getur einhver leiðbeint mér hvar og hvernig bretti ég á að fá mér??? hvaða tegund og svona ég er svona sirka 1,70
bara eitthvað byrjanda bretti.. eða ég byrjaði bara á að fá mér einhvern byrjanda pakka. Veit samt ekki hvar er hægt að kaupa bretti í rvk ef þú ert þar:/ ég keypti mitt fyrsta bara í skíðaþjónustunni fyrir sunnan..
Hversu aldraður ertu, hversu hár, hvað ertu mest að gera á bretti, mikið stokkið, hversu mikinn kostnað ertu til í að leggja í þetta, vantar þig eitthvað annað en bara brettið?
Svaraðu öllum þessum spurningum og ég skal koma með eitt allsherjar svar;)
ég er sirka 1,70 ég er 14 ára að fara í 9 bekk ég er til í að kaupa kanski svona 40,000 kr bretti. ég stekk soldið en er líka bara að fara niður brekkur og svona.
Ef þú ert staðsettur þannig að þú farir í Reykjavík til að kaupa bretti þá myndi ég fara í Intersport(Höfða), Útilíf, EVEREST, GÁP og Brim. Skoða svo bara það sem þú þarft og skoða virkilega vel ef þú ert að fara að kaupa skó! Virkilega mikilvægt!
Hlustaðu á sölumennina! Bíddu með að kaupa bara þangað til einhverntíma í vetur þegar búðirnar fara að selja því þá geturu valið úr sem mestu úrvali og fundið þetta framtíðarbretti;)
Fáðu þér í kringum 150-157:)
Lengra bretti ef þú ert ekkert mikið að stunda það að stökkva en ef það er bara blandað að kaupa bara millilangt. Ná þær á milli kynnar og munns.
Hvað ertu þungur það er lang mikilvægast að vita það. Það stendur á brettunum riders weight og ef þú ert í einhvejrum af þeim flokki þá passar brettið þér. Mæli með að kaupa í útilíf. Þeir vita lang mest um þetta þar, Allavega jónheida
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..