Það getur í rauninni engin fullyrt hvaða bretti er besta byrjendabrettið, eða bara hvaða bretti er best yfirleitt. Mjög persónubundið.
Þú skalt bara í haust/vetur fara í ALLAR verslanir sem selja snjóbretti, þá er ég að meina á höfuðborgarsvæðinu: Brim, GÁP, Útilíf, EVEREST og Intersport(er örugglega að gleyma einhverju) og prufa bara allan búnað sem þér er boðin og máta eftir eigin höfði.
Það sem ég myndi í rauninni gera væri að fara í Útilíf eða Everest… ánægjulegustu reynsluna af þeim verslunum og góð bretti í þokkabót.
Ekki láta vini þína ljúga að þér að eitthvað 60þúsund króna burton bretti sé það besta til að byrja á.
Alls ekki að kaupa eitthvað rándýrt bretti þegar þú ert að byrja vegna þess að þú munt og skalt rispa brettið eins og Mother****er og svo veistu ekki hvort þér á eftir að líka þetta sport svo að þú skalt eyða í hófi í byrjun…
Ekkert að því að vera á ódýru bretti, bara mismunandi hvað fólk vill eyða í þetta.
Og lofaðu mér því að kaupa hjálm! Saves lives man!