Reyndar er mjög margt til í þessu hjá þér, en ekki er þetta allt rétt. Það hafa verið viðræður hjá Bláfjallanefnd um að koma sér upp snjóvélum til að geta búið til snjó. En það sem hefur verið helsta vandamálið er vatn, en eins og þú segir þá er Bláfjöll vatnsverndarsvæði þar sem það sér höfuðborgarsvæðinu fyrir vatni. Þeir sem ekki vita þá er vatn flutt upp í Bláfjöll með bílum. En það sem er verið að tala um er að gera uppistöðulón þar sem vatni yrði safnað í. Það helsta sem stendur í vegi fyrir þessu er kostnaður, en áætlað er að þetta myndi kosta um 1/2 milljarð.