Hæ hæ, það sem þú átt að gera ef þú vilt merkja pallinn svo þú sjáir hann betur er að fara út í næstu matvörubúð og kaupa þér matarlit. Matarlitur er mikið ódýrara heldur en spray. Þú settur hluta af matarlitnum í eitthvað ílát og blandar það með vatni. Það getur verið gott að nota til dæmis 1. lítra kókflösku. Vertu með 2 tappa. Gerðu sæmilegt gat á annan tappan en hafðu hinn á flöskunni. Síðan þegar þú þarft að sprauta matarlitnum á pallinn setur þú tappan með gatinu á flöskuna. Síðan þegar þú ert búinn að sprauta á pallinn settur þú tappan sem er ekki með gatinu á aftur. Þannig kemstu framhjá því að eitthvað helist úr flöskunni þegar þú ert búinn að merkja pallinn. Þú gætir viljað eiga eitthvað eftir svo þú getir merkt hann aftur seinna um dagin. Þetta fer af með tímanum. Tala nú ekki um ef þú þarft að laga pallinn.
Hvernig merkir þú pallinn? Þú merkir endana á pallinum. Bæði fremst og hliðarnar. Ef það er frekkar blind getur verið mjög gott að setja í lendinguna svo þú sjáir hana. Ef það er mjög blind getur þú sett rendur á miðjan pallinn.
Þú getur notað spray, en það er dýrara ásamt því að ef þú færð spray í gallan er ekki hægt að ná því úr, en matarlitur er alltaf hægt að ná úr. Þannig að ef þú færð matarlit í gallan ekki panic-a. Hann fer úr.