Þegar það er snjór í fjöllunum eins og núna (ég hef nokkuð áreiðanlegar heimildir fyrir því að það hafi snjóað 30cm í dag og í gær í bláfjöllum ofan á töluvert á snjó) þá vinna þeir ekki í að troða hann og gera allt tilbúið fyrir meiri snjó eða þá hláku. Nú er útlit fyrir hita og mikla rigningu og síðan snjókomu á sunnudaginn. Ef þeir í Bláfjöllum mundu troða brekkurnar núna og jafnvel salta þær þá mundi minna af snjónum bráðna á sunnudaginn. Með snjókomunni sem mundi fylgja á eftir þá kæmi það mikill snjór að það væri kannski möguleiki að opna eitthvað af brekkunum í næstu viku!
En að öðru. Af hverju búa þeir á Hengilssvæðinu ekki til snjó? Nú er búinn að vera langur frostakafli og það hefði alveg verið hægt að búa til það mikinn snjó að opnun yrði möguleg. Ekki getur kostnaður verið vandamálið. Það getur ekki verið mjög dýrt að keyra snjóbyssurnar. Jafnvel þótt þær væru rafmagnsfrekar þá myndi það ábyggilega borga sig upp fyrsta daginn sem yrði opnað.
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.