Ef mig minnir rétt þá er I-Lock system-ið sem þeir nota til að festa bindingarnar á bretti. Sem sagt langu raufarnar ef þú skoðar brettin frá þeim. Flestir eru með 4x4, að undan skildum Burton þeir eru með 3-D, system þar sem notast er við göt þar sem þú skrúfar oní. Bæði þessi system takmarka stansmöguleika, þó takmarkar 3-D system-ið en meir heldur en 4x4. En þar sem þú ert með raufar er lítið sem takmarkar stans möguleikana annað en endarnar. Þó eru Forum ekki þeir fyrstu sem voru með þetta system, því að Sims var með þetta fyrir nokkrum árum. En það sem varð þessu að falli hjá þeim var að þetta átti til með að brotna. En ég held að Forum sé búnir að betrum bæta þetta.