Freestyle:
Oft notuð minni bretti, hann sem stundar freestyle er aðallega í því að stökkva, þá kemur eitt og annað til greina t.d. hálfpípur (halfpipe) fjórðungspípur (quarterpipe) og Hornpallur :D (Corner) þetta er svona það sem mér dettur strax í hug.
Annar þáttur í freestyle er “spyrna við fótum” á góðri íslensku (jib) en þá eru allskonar hlutir t.d. handrið (handrail) ****** (funbox) og bara allir þeir hlutir sem eitthvað er hægt að spyrna við fótum á ( eða allir þeir hlutir sem hægt er að jibba á)
Freeride
Notast við lengri bretti og sá sem stundar freeriding er bara að renna sér hvar sem er, en lítið er um stökk og jibb. Oft kemst sá sem stundar freeriding í tæri við mikið púður og er það oftast skemmtilegasta færið sem freeride gaur kemst í.
Backcountry
Sá sem stundar backcountry getur bæði verið að freeride-a og freestyle-a að hluta til því þar er hægt að renna sér og búa til palla. Þetta er ekki inná hefðbundnu skíðasvæði t.d. ekkert troðið og hugsað um brekkurnar, bara einhversstaðar þar sem er snjór. Og þar þurfa menn sjálfir að byggja palla ef menn vilja stökkva eitthvað.
Park
Þeir sem stunda park eru aðallega í freestyle. Því í parki má finna allskonar palla, handrið og fleira. Þetta svæði er inná skíðasvæði og er hugsað um af starfsmönnum skíðasvæðisins.
Terrain er þegar þú heggur brettið þitt í tvennt og snýrð sitthvorum bindingunum fram er ert hálfgerður skíðamaður.
neinei ég veit ekki alveg hvað það er..??
Þetta er allavega svona mín skilgreining eftir nokkur ár á snjóbretti og smá myndbandagláp en ég hef aldrei lesið mig neitt sérstaklega til um þetta.
TKB