En svo ég reyni nú kanski að koma með svar sem gæti hugsanlega orðið þér að einhverju gagni.
Ef þú ert að leytast eftir því að fara erlendis í snjóbretta ferð átt ekki allt of mikla penina og er jafnvel einn á ferð þá mæli ég með því að þú tjékkir á e-m bretta búðum.
Þetta er kjörin leið fyrir fólk sem vill fá góðan pakka, góða aðstöðu og kynnast fólki með sama áhugamál.
Ég fór til L2A sem er í suður Frakklandi núna í sumar. Ég fór í svo kallað Girlie Camp sem eru bretta búðir (snjó-, Skeit- og sörf.) handa stelpum.
Þetta var frábært. Ég fékk passa, gistingu, þjálfun frá atvinnumönnum og fullt, fullt af drasli. Ofán á allt þetta kynntist ég ekkert smá mikið af yndislegu fólki.
Þetta kostaði mig undir 100þús en ég tel þá ekki með að ég keypti mér nýja skó, nýjar bindingar og fullt, fullt af fötum. Það hefði aðsjálfsögðu verið ódýrara hefði ég ekki verið að fara í camp sem að sjálfsögðu tekur prósentu rétt eins og hver annar business en ég sé ekki eftir þessari ákvörðun minni.
Ég mæli eindregið með því að þú kynnir þér sumarbúðir út í Evrópu. Amerísku búðirnar eru ívið dýrari, það er dýrara að koma sér þangað og ef þú ert eldri en 18 held ég hreinlega að þér myndi grút-leiðast þarna.
Málið er að næla sér í ódýrt flug með Express til London og svo þaðan e-ð budget flug með t.d. RyanAir eða EasyJet.
Tjékkaðu endilega á eftirfarandi linkum:
*
http://www.rossignolsummercamp.com. *
http://www.base.soelden.com/*
http://www.big-a.it/*
http://www.folgefonna.no/selectlanguage.asp*
http://www.iceripper.com/*
http://www.snowboard.no/camp/