jæja ég var bara eitthvað að skoða moggann og sá þessa frétt… langaði að deila henni með ykkur ;)
Loftfimleikar Ómar Ómarsson í léttu svifi á nýju brautinni. (það var mynd af honum að gera eikkað flip trikk)
Ný hjólabretta- og línuskautaaðstaða
AKUREYRARBÆR opnaði með formlegum hætti nýju og glæsilegu hjólabretta- og línuskautaaðstöðu á útivistarsvæðinu sunnan Borga, rannskóknarhúss Háskólans á Akureyri, sl. laugardagskvöld. Ómar Ómarsson einn fremsti hjólabrettamaður bæjarins, sagði að sér litist vel á nýju aðstöðuna enda hefði barátta fyrir aðstöðu sem þessari staðið yfir í 6 ár. Hjólabretta- og línuskautagarðurinn er reistur á 850 m2 [kann ekki að gera lítið 2) grunnfleti og er undirlagið sérstaklega unnið með tilliti til iðkenda á hjólabrettum og línuskautum. Til að hámarki nýtingu garðsins er hann upplýstur upp með ljóskösturum sem staðsettir eru á fjórum 10 metraháum staurum umhverfis hann. Samkvæmt umgengnisreglum garðsins er ekki heimilt að nota hann eftir kl. 22 á kvöldin. Heildarkostnaður við uppbyggingu garðsins nemur um 10 milljónum króna.
Ég fann ekki myndina af ómari á netinu þannig bara sorry :| ;)