Sá grein inná bigjump.is um hin ýmsu brettasvæði á hinum ýmsu stöðum.
Ég hérna bý í Borgarfyrði bara rétt undir Skarðsheiði(fyrir þá sem vita hvar það er) og þar er nánast alltaf snjór! Máske ekki skíðafæris snjór allan ársins hring en snjórin fer sjaldan/aldrei alveg úr fjallinu.
Ég hef hugsað síðan í svona 4-5-6 ár um skíðasvæði í fjallinu! Þar væri alveg upplagt að setja skíðalyftur og þannig! Dulítið bratt sumstaðar en ég hef bara ekki komið þangað alla leið svo ég veit ekki alveg nógu og mikið um þetta.
Svo held ég að skíðasvæði þarna gæti borgað sig á endanum! Skallagrímur, íþróttafélagið í Borgarnesi, gæti hafið æfingar á skíðum þar ef þeir vilja og finnst mér afar líklegt að það væri áhugi fyrir því.
Svo er það ÍA, Íþróttafélag Akurness, sem er nokkuð stórt félag og ég held að það væri léttara fyrir þá að fara þangað en að fara í skálafell eða eitthvað þannig.
Langaði bara að benda á þetta, ég ætla helst að koma þessu einhverstaðar fyrir í umræðu í sveitarstjórn en ég er held ég bara ekki nógu og gamall þannig að þeir taki mark á mér.
Virðingarfyllst Fjarhundur.

Hér er svo greinin á bigjump: