Smá reynslusaga: Ég hef farið 6 sinnum til ítalíu, madonna og selva, fínustu ferðir, fór í fyrsta skipti til austurríkis, þ.e. st. anton og lech, og ég get ekki annað en mælti með austurríki framyfir ítalíu. Afhvejru? hér eru nokkrir punktar
-Snjórinn: Það er ekkert nýtt að í austurríki kyngir niður snjó og yfirleitt er vandamálið ekki snjóleysi heldur offramboð af snjó, ekki leiðilegt fyrir brettafólk
-Brekkurnar: Flest svæði í austuríki bjóða upp á úrvals-offpist svæði og merktar ótroðnar brautir út um öll fjöll auk endalausra hike-ing möguleika
-Líf og menning: að fara inn á bar eftir 3 leitið er eins og að vera niðrí miðbæ á íslandi kl 3 á laugardagskvöldi, fáránlega mikið stuð og fólkið þarna slagar langt í íslendinganna í drykkju og vitleysisgangi, algjörlega brilliant. Ég hef ítalíu sem viðmið og þetta er totallu the place to be, ekki spurning. Það eina sem vantaði í austurríki var meira af íslenskum krökku þrátt fyrir að það hefði verið fullt af skemmtilegu ungu fólki, mjög vinsæll staður hjá ungu fólki og skemmtistaðirnir niðrí miðbæ eru brilliant.
-snjóbrettapark: ég held að ég hafi fundið 3 pörk í þessari ferð minni, misgóð og misstór en tvímælalaust sambærileg við madonna og frekar í skárri kantinum
verðið í austuríki er ekki lægra en ítalía enda er ítalía tiltölulega ódýrt finnst mér, þó er austurríki langt frá því að vera dýrt, st.anton fannst mér t.d. vera frekar sambærilegt við margt á ítalíu en það eru líka til dýrari staðir. Ekki má gleyma frábærum lyftum og mjög margar stólalyftur sem hægt er að loka og einnig margar með upphituðum stóla, það eitt er nóg ástæða til að prófa þetta.
það virðist bara vera svo mikið trend að fara til ítalíu hjá svona average fólki í dag, en ég verð að segja fyrir mitt leyti að austurríki er allveg þvílíkt að gera sig, ekki spurning.
En annars frábært framtak hjá brettafélaginu, ég endaði í ferð með flakkferðum til madonna fyrir nokkrum árum og það var allveg brilliant ferð, algjör snilld og ég veit að þið skemmtið ykkur vel þarna (ef þið eruð þá ekki komnir heim aftur eða hvað).
Svo eru náttlega fullt af geggjuðum stöðum, Chamonix er öðruvísi og mjög extreme staður sem tvímælalaust er hægt að mæla með og margir fleiri. Hvað finnst ykkur um þessa staði alla?
p.s. er ég sá eini sem er að missa mig yfir nafnavali á lyfturnar í bláfjöllum. Ég er ekki að fara að standa undir því að hlust á í símsvaranum að í dag séu bara opnar lyfturnar Tinni og Amma Dreki vegna snjóleysis en Jón Oddur mun opna ef veður leyfir.. blablabla
[orðlaus...]