Well versta slamm sem mér dettur í hug er þegar ég var nokkuð nýbyrjaður að ná eitthverjum trickum á brettinu, fór að alveg ágætlega stóran pall, og ætlaði að reyna við eitt klassískt yndi(uppáhálds trikkið mitt at the time ;P).
En áður en ég kem á pallin er alveg þvílíkur klaki ég berst við að halda jafnvæginu, náði því áður en ég stökk en svo í loftinu tapa ég jafnvæginu aftur og er svona með fæturna út í loftið eins og þegar maður gerir indy stiffy.
Snerist svo 90° þannig að ég ‘sat’ með hliðina í pallinn, 2m í loftinu og lendi svo beint á skrattans görninni og fæ þessa feitustu rassgliðnu sem ég hef á ævinni fengið. Fyrir ykkur sem vita ekki hvað rassgliðna er, þá finnst mér persónulega það versta slamm sem hægt er á eftir beinbroti. Og ofan á allt annað missti ég líka andann :/.
Af því mér leiðist skal ég fjalla ýtarlega hvað rassgliðna er: Eftirfarandi er ekki fyrir X-trímlí viðkvæmar sálir ;P
En rassgliðna er þegar mauður dettur með hliðina upp í halla og rasskinnnin sem er ofar í brekkunni lendir í snjónum, en hin er ennþá ‘í loftinu’ og rassin.. já einfaldlega gliðnar í sundur og maður fær það á tilfinninguna að maður sé með feita skitu :/(ekki góð tilfinning), en af því kemur nafnið. Veit ekki hvort þetta sé eitthvað ‘algilt’ nafn en ég kalla þetta það og finnst það passa vel við.
Þetta var líka versta slamm sem ég hef nokkru sinni lent í. Vona ykkar vegna að þetta muni ekki koma fyrir ykkur, og þið sem hafið lent í svipuðu vil ég bara segja, HAHA gott á ykkur nei djók ;P.. tjah vil ég nú bara segjaaa öööö.. no comment.