Jæja strákar mínir ég ætla að segja ykkur smá leyndarmál :) það eru til 7 brettaverksmiðjur i
heiminum sem að framleiða bretti fyrir allan markaðinn :D Burton og forum og jeenyus allt úr
sömu verksmiðjuni og því MJÖG svipuð bretti. Mervin MFG. sem er bretta verksmiðja framleiðir
bretti fyrir Gnu, Lib tech, Sims, Lamar, og fleiri minni bretta fyrirtæki. Ehh og hitt er síðan allt voða svipað, Salomon og rossignol eru nattla bara framleidd i skíða verksmiðjunum en eru samt mjög HI tech. En þegar komið er að þessu þá er þetta ALLT mjög svipað. Allt saman smekks atriði. Þetta á ekki að skipta mjög miklu máli á hvernig bretti þú ert á hérna á klakanum þar sem bretta aðstaðan er ekki sú besta en freeride-ið oftast til staðar. Þessvegna mæli ég nú bara með einhverju freeride bretti fyrir þá sem að renna sér i fjallinu en eikkað minna og linara freestyle fyrir handriða Iðkendur. Það fer fyrst að skipta máli hvernig bretti þú ert á þegar þú ert komin út i heim og farin að ræda i almennilegu parki með stór stökk og rail. Þá færðu þér freestyle park bretti. Svo þarftu spes halfpipe bretti sem er mun stifara og með mjög beittum köntum til að klifa þessa grjót hörðu múra :) Svo þarftu Jibb bretti með óbeyttum köntum og svo stórt freeride bretti sem er með stærra nose en tail til að fljóta á powderinu. Islendingar eiga ekkert að vera kaupa sér Eikkað GEÐVEIKT dýrt bretti sem að verður svo ekkert notað að viti. Við erum ekki með aðstöðuna til að geta fundið einhvern voðalegan mun a 50 þús kr. park bretti og 30 kr ALL mountain bretti. þetta er allt voða flott i dag og eins og ég segi þá er þetta allt smekks atriði. Brettið gerir þig ekki góðan. Það lætur þig kannski líta vel út en þú vilt EKKI vera póser = LAME :) Það er bara að velja réttu stærðina og breiddina og góð þjónusta er allt sem þarf :) Brim og Útilíf eru með mjög góða þjónustu! jæja ég er orðin mjög þreyttur og ætla bara að skella mér í svefn vona að þetta gagnist einhverjum.
Viktor.