Um daginn var ég að gera kickflip niður þrjár þröppur. Ég var búinn að prófa soldið oft af því að ég flippaði því oft frekar illa eða beilaði, ég beilaði nú samt ekki oft, ég er nefnilega í beil-bindindi af því að beil eru svo pirrandi. En allavega, ég var að fara að prufa aftur. Ég renndi mér að tröppunum á alveg nægum hraða til þess að komast alla leið niður tröppurnar. Ég flippaði brettinu, kaddsaði(catch-aði) það. Ég var ákveðinn í að beila ekki því ég er hættur að vera píka og ég beilaði heldur ekki, en ég kaddsaði það með aftari fótinn á skrúfunum en með fremri fótinn hálfan á brettinu og hálfan útaf. Og þegar ég lenti, þá pompaðist fremri fóturinn af brettinu og þá poppaðist tailið, af því að aftari fóturinn var ennþá á brettinu, og brettið gerði 360 flip rétt fyrir framan mig(í 1 1/2 metra hæð) og gerði síðan eitt og hálft impossible á handleggnum á mér. Ég var alveg ótrúlega hræddur á meðan en svo hló ég.
Hvað er það skrítnasta sem hefur komið fyrir ykkur á bretti?
P.S. Ég lengdi þetta atvik eins og ég mögulega gat til þess að fá úr því grein!