jæja þa er mahr bara bunað fa ser snjobretti fyrir veturinn :D :D :) get ekki beðið eftir að það byrjar að snjóa :D en er ekki auðveldara að læra á snjóbretti ef maður er góður á hjólabretti ??
Snjóbretti og hjólabretti eru tvennt ólýkt, svart og hvítt, olía og vatn, en eina forskotið sem þú hefur kannski er það að þú hefur kannski aðeins betra jafnvægiskin. Að því frátöldu hefur tæknilega séð ekkert forskot. Hjólabretti ertu laus, bretti ertu fastur/föst, hefur ekkert forskot þegar kemur að freestyle þar sem tricking á hjóla og snjóbretti eru ólík(döööö;p).
Ekki sammála því að hjólabretti og snjóbretti séu tvennt ólíkt. Ég myndi frekar segja að þetta séu tveir fjarskyldir frændur sem eiga margt sameiginlegt.
Brimbretti var náttúrulega upphafið og út frá því eru flest allar nútíma bretta íþróttir komnar. Út frá brimbrettunum komu hjólabretti og út úr því kom snjóbretti. Það er talið að fyrstu snjóbrettin hafi verið hjólabretta plötur sem gaurar nelgdu við skóna sýna og renndu sér svo niður. Einnig eru dæmi um það að menn hafi tekið brimbretiin með sér upp í fjall og rennt sér niður.
Ég get td sagt ykkur að ég og vinur minn byrjuðum á snjóbretti á sama tíma fyrir um 14 árum. Ég vara búinn að stunda skíði lengi en hann var nokkuð góður á hjólabretti. Hann var miklu fljótari en ég að ná öllum trikkum og að stökkva og svoleiðis. Að mínu mati samtvinnast þetta allt og það er margt úr hjólabrettum sem hægt er að stílfæra yfir á snjóbretti. Það td að olla á snjóbretti er nákvæmlega sama tæknin og maður notar á hjólabretti (þó svo að maður sé fastur við brettið). Svo eru flest öll ef ekki öll jibb trikk á snjóbretti kominn frá hjólabrettum.
Síðan hafa snjóbretti líka haft áhrif á hjólabretti. Menn eru núna farnir að keppa í bigjump á hjólbretti alveg eins og á snjóbretti sem er bara svalt.
Það er alla vega mitt álit að snjóbretti og hjólabretti eiga margt sameiginlegt. Fyrir mér er þetta ekki svart og hvítt eða olía og vatn. Ég myndi td segja að hjólabretti og snjóbretti eiga meira sameiginlegt en snjóbretti og skíði.
jamm :)helt lika að það væri auðveldara að læra með jafnvægið og það.. og lika gröbin. þetta er svo svipað nema maður er fastur við brettið og ekki hægt að hoppa af i miðju board slide-i og þannig trickum eins og á hjólabretti :P
humm.. öll brattasport skyld á einn eða annann hátt.. satt.. en samt ósatt.. eða.. meikar ekki eins mikið sens og það hljómar.. því að það að venjast jafnvæginu á mismunandi brettum (snjó, skate, surf..) eru ólíkir hlutir.. ég er td búinn að snjóbrettast í 7 ár.. var aðeins á hjólabretti fyrir nokkrum árum, sem mér fanst að mínu mati nokkuð strembið.. steik á bretti, og faug á hausinn.. og ekki bæti það úr skák að á snjóbretti er ég regular, en á skate er ég goofy haha :D
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..