Heimskulegt finnst mér nú strangt til orða tekið. Heimska byggist oftast á fáfræði og því ætla ég að fræða þig aðeins meira Mutt.
Með því að sýna myndina í sjónvarpi fáum við Popptíví til að styrkja þetta verkefni fjárhagslega. Það er því miður ekki ódýrt að framleiða svona dvd. Með því að fá fyrirtæki eins og Popptíví til að styrkja þetta naúm við að halda söluverði til neytenda í lágmarki. Myndin er einnig auglýst á popptíví og nær til breiðari hóps áhorfenda þeas góð auglýsing fyrir Team Divine og þetta framtak þeirra.
Myndin sjálf er um 37 min og verða þessar 37 min sýndar í bíó og á Popptíví. Á dvd disknum er hins vegar að finna um 1 klst af snjóbretta/hjólabretta og jackass efni sem verður bara hægt að nálgast í gegnum dvd diskinn þeas með því að kaupa hann.
Pælinigin er að ef þú fílar myndina í bíó eða á popptíví langar þig til að sjá meira og ferð því út og kaupir diskinn, til þess að eiga hana og til þess að sjá allt aukaefnið.
Ágóði af myndinni mun svo fara í að styrkja þá Team Divine menn (Gulla, Viktor, Eika) í því námi sem þeir eru í Svíðþjóð.
Og hvernig væri að fólk gerði eitthvað sjálft í stað þess að dissa og skíta yfir framtak annara. Gagnrýni er af hinu góða þeas ef hún er rökstud og málefnaleg. Að kalla fólk eða framtök heimskuleg, að því bara, finnst mér persónulega vera heimskulegt en það má vel vera að það sé bara mitt persónulega heimskulega álit.
Lifið heil á feitu rail, ekkert bail að eilífu púður amen!!!!!!!!
Geiri
geiri@bigjump.is