“undirbúningi er nám sem hugsað verður sérstaklega fyrir afreksfólk á skíðum. Ef af verður mun brautin verða sniðin að sambærilegu námsframboði í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð þar sem slíkt hefur tíðkast um árabil. Fyrirhugað er að skólinn standi að námi þessu í samstarfi við Skíðasamband Íslands, Skíðaráð Akureyrar og Vetraríþróttamiðstöð Íslands.
Hvergi á landinu eru aðstæður til vetraríþrótta jafngóðar og tryggar og á Akureyri, enda Vetraríþróttamiðstöðin staðsett þar. Því er í raun allt sem mælir með því að VMA standi að þessu framtaki á landsvísu. Nemendum brautarinnar verður gert kleift að stunda hefðbundið nám við skólann á íþróttabraut sem síðan getur leitt til stúdentsprófs ef óskað er. Jafnframt verður kappkostað að nemendur geti stundað nauðsynlegar æfingar og tekið þátt í keppni hvort sem er hér á landi eða erlendis.
Ólafur Björnsson, margreyndur skíðamaður og íþróttakennari, hefur nú komið til liðs við VMA frá Noregi. Hann mun taka þátt í undirbúningi brautarinnar á næsta skólaári, en jafnvel er ráðgert að geta boðið nemendum skólans upp á skíði sem valgrein strax í vetur. Ef hugmyndir VMA-manna ná fram að ganga, væri ekkert til fyrirstöðu að nemendur gætu innritast á vetraríþróttabraut strax á haustönn 2002”
Vona að þetta hafi hjálpað eitthvað.. þetta er ágæt hugmynd en ég veit ekki alveg hvernig þetta myndi virka fyrir brettamann…
Kv. Tommi - go-riding
TILVITNUN:
http://www.vma.is/frettir/Haustonn-01/14-08-vetrar.htm