Ég fór á snjóbretti í fyrst skipti núna áðan og hér er smá frásögn af því.
Það var útivistardagur og við áttum að mæta rétt fyrir klukkan 9 til að ná rútunum uppí fjall…ég þurfti uppá slysó að láta kíkja á hendina á mér fyrst svo ég misti af rútunum og það varð að keyra mig uppidyr :P
Þangað var ég komin og að deyja úr hræðslu :P en allavega, ég fór og nei ég náði ekki diskalyftunni :/ svo ég og vinkona mín (sem var orðin pínu óþolinmóð) fórum í stólalyftuna…oki ég komst uppí lyftuna og upp með henni en svo kom að því að fara úr henni…það kunni ég ekki og varð þessvegna að hoppa niður þegar hún var að fara aftur til baka…ég lenti á hausnum…svo rendum við okkur niður brekkuna…ég náði stjórn á brettinu GEÐVEIKT stolt að komast svona hratt án þess að detta, þegar ég uppgvötaði að ég kunni ekki að hægja á mér og var að fara hraðar og hraðar, á endanum flaug ég í gegnum loftið í kollhnís og endaði á hausnum…svona var þetta niður alla brekkuna, flaug á hausinn og sat vönkuð í - mín áður en ég komst á fætur aftur…það tók mig mínútur að komast niður brekkuna einu sinni!!! Og ég er enn ekki búin að læra að hægja :/
En allavega vona það gangi betur næst :P og btw, hvernig hægir maður á sér??? Og bremsar??? Það tvennt kann ég ekki :P