Ég bý á Dalvík og ég verð bara að segja að hér hefur ekki verið jafn brálað veður í nokkur ár, það hefur svoleiðis kygnt niður snjó (þótt að hann sé mjög mis mikill bara á nokkra metra fresti t.d. í garðinum mínum er c.a. 3-4 metra hár skafl en bara svona 1 og hálfs metra skafl hinumegin við götuna) og get ekki beðið eftir að verinu lægi og ég geti farið á bretti. Það er allt fullt af skemmtilegum hengjum uppi í fjalli (ekki allt of stórar) og maður getur nú farið um allt fjallið eins og manni dettur í hug, vinur minn á meira að segja snjósleða.
Ég geri ráð fyrir að það sé svipað á Akureyri og Ólafsfyrði en veit samt ekki.

P.s. ég geri mér grein fyrir að flestum er allveg sama um hvað skaflinn í garðinum mínum er stór eða hvort vinur minn á snjósleða eða ekki, mig langaði bara að segja einvherjum frá þessu öllu.