Þessi frétt er tekin héðan:
http://www.skidalvik.is/news.php?story=347Skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli opnað næstu daga.
Síðustu daga hefur snjóað töluvert og snjó sett í Böggvisstaðarfjall. Undirbúningur er hafinn og hefur staðið alla helgina og stefnum við að því að opna neðri lyftuna á morgun eða á þriðjudag. Eins og áður hefur komið fram þá þarf ekki mikinn snjó í fjallið til að hægt sé að opna svæðið með lágmarks snjó en nú eins og oft áður við þessar aðstæður vantar okkur snjó í kringum endastöðina á neðri lyftunni. Ekkert hefur verið unnið í brekkunum í efri lyftunni en þar er komin töluverður snjór að sögn Einars Hjörleifssonar starfsmanns skíðasvæðisins. Einar segir að ekki sé langt í að það sé komin jafnmikill snjór á skíðasvæðið og var síðastliðin vetur. Það er því ekki eftir neinu að bíða með opnun því ekki veitir okkur af að nýta öll snjókorn sem falla.
Það er ekkert nýtt að skíðasvæðið í Böggvisstaðarfjalli sé opnað svona snemma en síðastliðið haust opnuðum við neðri lyftuna 31. oktober en þá tókst okkur að hafa opið í sex daga en þá var orðið snjólaust á ný og ekkert opnað aftur fyrr en 21. janúar og þá við frekar lélegar aðstæður sem breyttust lítið allan veturinn.
-Geiri-