Ég ætla nú bara að leyfa mér það að fullyrða það að þú hefur dáldið mikið rangt fyrir þér. Að alhæfa án þess að hafa neinar heimildir þér til sönnunar er bara rangt.
Að sjálfsögðu eru bretta gerðir jafn ólík og þau eru mörg, en að segja að burton séu bara góð í svigi og forum í freestyle og rossignol í freeride er bara fáránlegt.
Þessar 3 brettategundir (burton, rossignol, forum) framleiða bretti í öllum stærðum og gerðum fyrir allar mögulegar aðstæður (kíktu bara inn á heimasíðu þeirra).
Og ef Burton er bara gott í svigi, hvað eru þá menn eins og Shaun White, Jussi og Gigi að gera hjá Burton og ef Rossignol er bara gott í freeride hvað eru þá menn eins og Jonas Emery, Todd Richards og Jeremy Jones að gera hjá þeim.
Ég hef sjálfur prufað fullt af tegundum af brettum (enda búinn að vera um 13 ár á snjóbretti) og það er að sjálfsögðu fullt af brettategundum þarna úti sem ég hef aldrei prófað né heyrt um. Eins og er renni ég mér á Burton brettum, því ég er ánægður með þau og finnst þau vera góð alhliða bretti (sérstaklega Burton Custom), mér finnst heldur ekki skemma fyrir að þau séu flott (er samt ekki aðal atriðið og einnig smá snobb í mér).
Fólk á bara að velja sér bretti sem það er sátt við burt séð frá hvaða merki það er, aðal málið er að skemmta sér og finna sér græjur sem maður er sáttur við……..
Mér finnst því fáranlegt að halda því fram að jafn stór merki og forum, burton og rossignol séu bara góð á tilteknu sviði…
En þú hefur að sjálfsögðu rétt á þinni skoðun, mér finnst hún hins vegar röng…………..
óver and át
-geiri-