Sendi eftirfarandi á framkvæmdarstjóra GÁP. Hvet aðra að gera það sama ef þeir eru óánægðir……..
Sælir Einar
Ég heiti Ásgeir Höskuldsson og er formaður Brettafélags Íslands. Mig langar að koma með smá ábendingu til ykkar frá okkur sem stundum snjóbretti hér á landi.
Ég hef orðið var við það á mörgum spjallrásum á netinu og þá sérstaklega á hugi.is (
http://www.hugi.is/bretti/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=1288992&iBoardID=82) að margt af því brettafólki sem hefur átt í viðskipti við ykkur er óánægt með þá þjónustu sem það hefur fengið hjá ykkur eftir að þið tókuð við Týnda Hlekknum. Það hafia einnig nokkrir tjáð mér þetta persónulega.
Ég hef sjálfur haft viðskipti við Týnda Hlekkin og seinna meir Holuna alveg frá upphafi þessara búða. Ég hef ekkert nema gott að segja af samskiptum mínum við þessar tvær verslanir. Ég er einnig mikill Burton aðdáandi og vill því reyna að halda tryggð við það merki. Það er samt mál manna og einnig mitt álit að starfsfólk Gáp þekkji ekki nægilega til þeirra snjóbretta vara sem þið eruð að selja. Margir eru einnig mjög óánægðir með þá þjónustu sem þeir hafa fengið.
Þetta er nú bara vinsamleg ábending frá mér svona til að benda ykkur á þá óánægju sem ég hef orðið var við í brettaheiminum með þá þjónustu sem þið hafið verið að veita. Ég vona að þið lítið jákvætt á þessa kvörtun og lítið á hana sem tækifæri til að betrum bæta þjónustu ykkar við bettafólk hér á landi.
Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir, endilega hafið samband………..
Kveðja,
Ásgeir Höskuldsson
Formaður ISA
www.bigjump.is
snjobrettakennsla@hotmail.com
gsm:8623478