Í fyrsta lagi er það kostnaðurinn við það að flytja vörur til íslands. Síðan er það hinn himinn hái virðisaukaskattur, miklu hærri en gerist t.d í bandaríkjunum. Þar að auki höfum við þann asnalega tollaflokk sem bretti eru sett í sem ég nenni ekki að fara út í núna. (Gerir mann bara pirraðan). T.d kosta plötur frá Bandaríkjunum jafn mikið í Englandi, Finnlandi, Svíðþjóð og þær kosta í Brettaheimum. Ég persónulega mundi verðleggja plöturnar miklu lærra ef ég gæti en allt það sem ég taldi upp hérna áður gerir það töluvert erfitt. T.d erum við með undir 50% álagningu á þessu. Ég þarf að kaupa mínar plötur í gegnum heildsala því að Smash er með einkarétt á mörgum af þeim merkjum sem að ég er með. Þeir fá því plöturnar miklu ódýrara heldur en ég og eru samt að rukka 9.000 kall fyrir stykkið.
(Sem mér finnst alveg fáránlegt).
Þú sparar þó allaveganna 1.100 Kr á t.d Blind plötum ef þú kaupir þær í Brettaheimum og aukahlutir eru mun ódýrari.
Ef Smash mundi hætta með hjólabretti og Brettaheimar gætu keypt beint af framleiðendunum eins og þeir þá mundi verðið snarlækka.
Gætir keypt þér Brand name plötu t.d Blind, Zero, Darkstar á 5.900 Kall hjá okkur en ekki 9.000 kall.
Vonandi fara þeir að hætta þessu svo við getum gert ennþá betur fyrir bretta fólkið á Íslandi.
Baráttu kveðjur :)
Brettaheimar.