Þegar maður er að byrja þá skiptir það engu máli hvar maður er.
Mundi gera sem mest af því að finna þér brekkur og staði sem hægt er að “krúsa” um og fá tilfinningu fyrir brettinu og fá ágætis jafnvægi, ekki standa kyrr í innkeyrslunni og reyna ollie eða kickflip í 2-3 tíma. Græðir lítið á því. Aðal atriðið er að geta “krúsað” vel um, fá góða tilfinningu fyrir brettinu og þá kemur hitt að sjálfu sér. Ég nefndi brekku þarna áðan, þá er ég ekki að meina einhverja killer brekku :) bara smávegis svo þú komist á smá hraða….Gefa þér smá ábendingu, ekki gera eins og hefur verið vinsælt undanfarin ár að t.d þeir sem eru nýbúnir að læra ollie eða kickflip fara beint í það að reyna 360 flip eða eitthvað álíka. Náðu fyrst vel undirstöðunni, ollie, backside og frontside ollie, pop shuvit, kickflipe/heelflip, þegar þetta er farið að ganga ágætlega þá fara að spá í öðru….getur verið fyndið að sjá manneskju sem reynir hardflip eða 360 flip í klukkutíma en getur ekki gert shuvit..:) ekki falla í þá gryfju….jæja heyrumst…