Sæll.
Ég mundi byrja á því að fá mér 7.5 eða 7.63 breidd á plötu.
Auðveldara að læra t.d kickflip og brettið er léttara og
þar af leiðandi auðveldara að hífa það upp af jörðinni þegar þú
ert að byrja að læra ollie. Síðan mundi ég persónulega fá mér háa öxla, þá færðu betra ‘pop’, það er einmitt gott þegar þú ert að læra undirstöðu atriðin, ollie, pop shuvit, kickflip, frontside 180 og backside 180. Síðan skipta legurnar þig ekki heilmiklu máli, ég myndi fá mér ABEC 3 legur, ég get ekki ýmindað mér að þú viljir renna gífurlega hratt meðan þú ert að ná upp balance og tilfinningu fyrir brettinu. Síðan gildir sama lögmál um dekkin og öxlana. Ég myndi taka 54-56mm dekk ef ég væri að byrja. Auðveldara að renna sér um og þú færð betra ‘pop’. Vonandi hjálpaði þetta þér eitthvað. Hvaða tegund af plötu eða öxlum þú færð þér skiptir bara engu máli, þetta er allt mjög svipað. Hafðu þetta bara eins ódýrt og þú getur fyrst þegar þú ert að byrja. Verslaðu í Brettaheimum það er að koma inn feit sending í þessari viku… Heyrumst…