Eins og ég sagði áðan þá fagna ég ávallt nýjum snjóbrettasíðum en það er bara pirrandi að það séu alltaf einhverjir sem búa til nýja síðu, taka myndirnar af þeim vefum sem fyrir eru og láta á sína án tilvitnanna sem höfundarnir eru búnir að afla og vinna. Og ef þeir væru ekki með sínar eigin myndir og eru með fréttir… þá er erfitt að vera fyrstur með fréttirnar og svona þegar það eru til síður sem þeir_bestu/og_vinir_þeirra halda uppi sem skipuleggja helstu atburði o.s.frv.
En mér finnst ekkert að því að opna nýjar síður með sínu eigin efni, skil bara ekki hvað það er alltaf verið að impra á því hérna þegar þær eru nú þegar til.
Svo má bæta við að umræðuefnið var í byrjun:
,,hvernig er með þetta umræðuefni um að gera íslenska síðueins og akextreme og snjobretti ætlar enginn að gera einhvað??,,
=> s.s. heimasíður einsog akextreme og snjobretti.is | ekki einhvera síðu uppá fönnið
og ef það er eru ekki fréttir eða myndir sem er planið að bjóða uppá, hvað þá ??
fredrik: ég sagði ekki að maður þyrfti að þekkja ingó olsen til að geta gert heimasíðu.
Ég nenni svo ekki að fara í einhverja rökræður sem taka uppá 200 pósta, þetta er bara ein skoðun á málefninu sem þýðir ekkert að rökræða meira um þannig að endilega hafið lokaorðin í umræðunni bara stutt.